Stærstu landssambönd launafólks á vinnumarkaði, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinsamband Íslands, hafa ákveðið að taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Samstarfið nær til hátt í 90 þúsund einstaklinga sem starfa á almennum vinnumarkaði innan tuttugu stéttarfélaga.

Mjög ríkur vilji er innan beggja sambanda að gera sameiginlega atlögu að nýjum kjarasamningi þar sem áherslan verður á að auka kaupmátt og tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það er ljóst að samstarf LÍV og SGS mun skila auknum slagkrafti í kjarasamningaviðræðurnar.

Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, í síma 865-1294.