Þann 3. apríl sl. voru undirritaður kjarasamningar á almennum markaði. Kjarasamningur Starfsgreinasamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna almennra starfa og í ferðaþjónustu. Öll 19 félögin innan SGS skrifuðu undir þessa samninga.

Helstu atriði samningsins:
• Gildistími samningsins er frá 1.apríl 2019 – 1.nóvember 2022
• Krónutöluhækkanir – 17.000 kr. Hækkun á öll mánaðarlaun frá 1.apr.2019
• Hlutfallslega hækka lægstu launin mest, 30%.
• Aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á styttri vinnuviku.
• Eingreiðsla, 26.000 kr til greiðslu 2.maí.2019
• Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum.
• Skattbyrði hinna tekjulægstu lækka um 10.000 kr. á mánuði.

Kauptaxtar hækka sérstaklega:
• 1.apríl 2019 kr. 17.000-
• 1.apríl 2020 kr.24.000-
• 1.janúar 2021 kr.24.000
• 1.janúar 2022 kr.25.000-

Lágmarkstekjutrygging á samningstímanum:
• 1.apríl 2019 kr.317.000-
• 1.apríl 2020 kr.335.000-
• 1.janúar 2021 kr.351.000-
• 1.janúar 2022 kr.368.000-

Nýtt – tenging við hagvöxt sem tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpun.
Nýtt – kauptrygging vegna launaþróunar.

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamningana mun verða dagana 12.apríl– 23.apríl. Félagsmenn geta ýmist greitt atkvæði með íslykli, rafrænum skilríkjum eða komið á skrifstofu félagsins og greitt atkvæði. Ítarlegra kynningarefni verður sent til félagsmanna á kjörskrá og mun einnig verða birt á heimasíðu félagsins.

Ef óskað er eftir að fá kynningu á vinnustaði vinsamlegast hafið samband við skrifstofu félagsins í síma 487-5000.

Félagsfundir verða haldnir mánudaginn 15.apríl kl. 17:00 á Hótel Höfðabrekku Vík og þriðjudaginn 16.apríl kl. 17:00 í fundarsal Suðurlandsvegar 1-3 Hellu.