Skv. kjarasamningi aðildarfélaga SGS við samningsaðila SA þá hækka launataxtar sérstaklega frá og með 1.apríl um 24.000 kr. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf verða því 335.000 kr. Hækkun launa kemur til útborgunar fyrir apríl mánuð. Almenn hækkun mánaðarlauna fyrir fullt starf frá 1.apríl verður 18.000 kr.

Launataxtar hjá starfsfólki sveitarfélaga og hjá ríkinu hækka einnig frá 1.apríl um 24.000 kr.