Vakin er athygli á því að frá og með janúar 2024 mun innheimta félagsgjalda stofnast sem krafa í heimabanka.  Eftir þann tíma verður ekki boðið upp á millifærslur. Er það gert til að auka skilvirkni, bæta vinnsluhraða og auka gegnsæi og öryggi.

Launatengdum gjöldum er skilað mánaðarlega til félagsins, eindagi er í lok mánaðar og því nægt svigrúm til að greiða án dráttarvaxta eða vanskilagjalda.

Við tökum á móti skilagreinum í rafrænu formi en athugið að krafa stofnast í banka við skil á þeim.

Upplýsingar vegna rafræna skila er hægt að nálgast á vefsíðu skilagrein.is
og leita að okkur þar, sjóðsnúmer okkar þar er 2224.

Stéttarfélagsnúmer Verkalýðsfélags Suðurlands er 224

Vakin er athygli á nokkrum atriðum:
– Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2024.
– Sendir verða greiðsluseðlar á heimabanka launagreiðenda þegar skilagreinar hafa verið sendar inn og þær samþykktar.
– Það þarf ekki að skrá fyrirtæki áður en skilagrein er send inn.
– Gjalddagi er 15.hvers mánaðar og eindagi er síðasti virki dagur hvers mánaðar.
– Engar breytingar verða á hlutfalli félags- og iðgjalda.

Fyrir frekari upplýsingar sendið fyrirspurnir á netfangið vs@vlfs.is

Samningssvið Verkalýðsfélags Suðurlands nær til alls almenns verkafólks sem starfa á almennum markaði, hjá sveitafélögum og hjá ríkinu.

Félagssvæðið nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúpi í austri.

Launatengdum gjöldum er skilað mánaðarlega til félagsins, eindagi er í lok mánaðar og því nægt svigrúm til að greiða án dráttarvaxta eða vanskilagjalda.