Kosning félagsmanna um kjarasamning SGS og SA

Send hafa verið út kjörgögn fyrir kosningu félagsmanna um kjarasamning
SGS og SA.
Nú þegar er farið að berst kjörgögn frá félagsmönnum. Að gefnu tilefni viljum við benda félagsmönnum á eftirfarandi:

  1. Setja þarf kjörseðil í umslag merkt ATKVÆÐASEÐILL og loka því.

  2. Setja verður atkvæðaseðilsumslagið í annað umslag MERKT MEÐ EIGIN NAFNI. Þetta er til þess að hægt sé að merkja við nafn í kjörskrá. ATH. Lokaða umslagið merkt atkvæðaseðill fer beint ofan í kjörkassa á skrifstofu félagsins og kosningin þar með áfram leynileg. Berist það ekki í þessu umslagi er ekki hægt að verkja við nafn viðkomandi í kjörskrá og telst því atkvæðið ógilt.

  3. Umslagið með nafni félagsmanns fer svo ofan í síðasta umslagið og sett í póst án kostnaðar félagsmanns.Til að vera viss um að atkvæðaseðillinn berist í tæka tíð þá er síðasti dagur til að koma bréfinu í póst föstudaginn 17. janúar. Einnig er hægt að setja umslagið í póstkassa Verkalýðsfélags Suðurlands eða á skrifstofu á opnunartíma.

Hvetjum félagsmenn okkar til að taka þátt.