Kæri félagi í Verkalýðsfélagi Suðurlands
 
Kjarasamningar eru lausir snemma á næsta ári. Mikilvægur liður í undirbúningi kjaraviðræðna er að Verkalýðsfélag Suðurlands fái upplýsingar um áherslur félagsfólks. Í meðfylgjandi könnun spyrjum við um hvaða atriði það eru sem skipta þig mestu máli í næstu kjarasamningum. Góð þátttaka í könnuninni er lykilforsenda þess að félagið geti byggt kröfur sínar á vilja félagsfólks. 
Við vonum að þú gefir þér tíma til að taka þátt. Þátttaka þín skiptir máli! 

Hlekkur á könnun: bit.ly/3txDciu 

Persónuvernd tryggð 
Verkalýðsfélag Suðurlands hefur falið Vörðu-Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins að framkvæma könnunina. Þátttakendum er hvorki skylt að svara einstökum spurningum könnunarinnar né könnuninni í heild. Þátttakendur geta verið þess fullvissir að meðferð persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu sem og persónuverndarstefnu Vörðu. Þess verður í hvívetna gætt að ekki verði hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.  

Survey in preparation of the 2024 collective negotiations 

Dear member of Verkalýðsfélag Suðurlands
The current collective agreements, which set minimum wages and other working terms, expire early next year. It is very important for Verkalýðsfélag Suðurlands, as part of preparation for the upcoming negotiations, to gather information about its members’ priorities.  The following survey asks about what our members want to prioritise in the next collective agreements. Member participation is essential so that the union’s demands can best reflect its members’ will.  
We hope you will take the time to participate. Your participation matters!  

You can start the survey here: bit.ly/3M6lB7Q 

Personal data protection 
Verkalýðsfélag Suðurlands has asked Varða – Labour Market Research Institute to perform the survey on its behalf. Participants are not obligated to answer individual questions, or to participate in the survey as a whole. Participants can rest assured that personal data will be processed in accordance with laws on data protection and Varða’s privacy policy. Care will be taken to make sure that answers cannot be traced to individual participants.