18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð þann 25. júní. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Atkvæðagreiðsla

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst mánudaginn 1. júlí kl. 12:00 og lýkur mánudaginn 8. júlí kl. 09:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar sama dag.

Hægt verður að greiða að greiða atkvæði í gegnum heimasíðu Verkalýðsfélags Suðurlands. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta kosið.

Helstu atriði samningsins

  • Með kjarasamningnum fylgir ný launatafla sem gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024.
  • Laun hækka sem hér segir, nema annað leiði af launatöflum sem fylgja samningnum:
    1. apríl 2024: 3,25% eða23.750 kr.
    1. apríl 2025: 3,50% eða 23.750 kr.
    1. apríl 2026: 3,50% eða 23.750 kr.
    1.apríl 2027: 3,50% eða 23.750 kr.
  • Persónuuppbót (desemberuppbót) á árinu 2024 verður 106.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full persónuuppbót 118.000 kr.
  • Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 58.000 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.

Hér að neðan má nálgast kjarasamning SGS og ríkisins sem undirritaður var 25. júní 2024. Athugið að samningurinn inniheldur aðeins þær breytingar sem voru gerðar á fyrri samningi ásamt nýjum  launatöflum. Heildarútgáfa nýs samnings verður í síðasta tilbúin 1. nóvember 2024.