Í ákvæðum kjarasamninga á almenna markaðnum eru ákvæði sem heimila uppsögn kjarasamninga í febrúar ef forsendur þeirra hafa ekki staðist. Lagt var upp með þrjár forsendur:

  1. Ríkisstjórnin tryggi fjármögnun á stofnframlögum ríkisins til 2.300 almennra íbúða á árunum 2016-2019.
  2. Launastefna og launahækkanir samninganna verði stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði.
  3. Kaupmáttur launa aukist á samningstímanum.Forsendunefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrsta og síðasta af þremur tilgreindum forsendum hafi gengið eftir. Hún hefur jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að forsendan um að launastefna og launahækkanir samninganna hafi ekki staðist. Þessi forsendubrestur heimilar uppsögn kjarasamninga aðila.

Ákvörðun um uppsögn er þó frestað fram til febrúar 2018 vegna þeirra fjölda kjarasamninga sem lausir eru á opinbera markaðnum á næstu mánuðum og óvissu um niðurstöðu þeirra. Ef tekin verður ákvörðun um uppsögn kjarasamninga í febrúar 2018 gildir uppsögnin strax, en ekki frá lok apríl eins og samningarnir kveða á um.

Niðurstaða-forsendunefnda-28.2.2017

Samkomulag-ASÍ-og-SA-28.2.2017

Yfirlýsing-ASÍ-og-SA-um-áframhaldandi-samstarf-að-nýju-vinnumarkaðslíkani-28.2.-2017-LOKA