Kjarsamningarnir í gildi til 30. nóvember
Samkomulag var undirritað í dag milli ASÍ og SA um endurskoðun kjarasamninga. Það felur í sér að samningunum verður ekki sagt upp en samningstíminn hins vegar styttur um tvo mánuði. Launahækkun upp á 3,25% til félagsmanna innan aðildarfélaga ASÍ kemur því til framkvæmda 1. febrúar nk. Yfirgnæfandi meirihluti félaga inna ASÍ var á móti því að segja samningunum upp.
Meðal annarra ákvæða í samkomulaginu er samstaða um mótun atvinnustefnu, mótun stefnu í gengis og verðlagsmálum og aukin framlög atvinnurekenda til starfsmenntasjóða.
Tekið af heimasíðu ASÍ