Ágæti félagsmaður Verkalýðsfélags Suðurlands

Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins mun á næstu dögum leggja fyrir þig netkönnun um komandi kjarasamningagerð. Það tekur innan við 5 mínútur að svara spurningalistanum. Við hvetjum þig til að svara könnuninni.

Niðurstöðurnar verða notaðar til að greina helstu hagsmunamál félagsmanna fyrir komandi viðræður við atvinnurekendur um nýjan kjarasamning. Skoðanir þínar eru félaginu afar mikilvægar og við leggjum áherslu á að sem breiðust þátttaka náist til að raddir allra félagsmanna fái að heyrast.

Tryggt er að ekki verður hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og mun nafn þitt hvergi koma fram í niðurstöðum.

Við vonum að þú gefir þér tíma til að taka þátt. Þátttaka þín skiptir máli!

Hér er hlekkur á könnunina:
https://www.research.net/r/2022kjarasamningar