http://www.kvennafri.is

Alþýðusamband Íslands ásamt fjölda samtaka kvenna efna til kvennaverkfalls 24. október. Boðað er til allsherjarverkfalls; konur og kvár eru hvattar til að mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin, standa ekki „þriðju vaktina” og eftirláta körlunum að sinna heimilinu, börnunum, eldra fólkinu og öllu hinu meðfram sinni fullu vinnu.  

Til verkfallsins er boðað undir yfirskriftinni Kallarðu þetta jafnrétti ? VLFS skorar á alla að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir jafnrétti á þessum degi. Eins skorum við á fyrirtæki að sýna samstöðu í verki svo konur og kvár geti lagt niður störf þennan dag, án skerðingar á launum og tekið þátt í kvennafrídeginum og baráttu fyrir réttindum kvenna. EKKI SMYRJA NESTIÐ ÞENNAN DAG.

Útifundur verður haldinn við Arnarhól kl. 14.00. Konur og kvár sem búa í nærliggjandi sveitarfélögum eru hvött til að koma til Reykjavíkur og taka þátt á þessum mikilvæga degi.

Nánari upplýsingar má finna í skjölunum hérna undir og eins upplýsingar á ensku og pólsku.

Kvennaverkfall 2023 (PDF)

Women’s Strike 2023 (PDF)

Strajk kobiet 2023 (PDF)