Tryggja ,,hóflegar‘‘ launahækkanir lága verðbólgu?
Nú þegar stéttarfélögin eru að undirbúa gerð kjarasamninga með mótun kröfugerða hvetja atvinnurekendur og stjórnvöld til þess að farið verði fram með ,,hóflegar‘‘ launahækkanir til að tryggja hér stöðugleika. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins benti á, að þrátt fyrir að laun hafi hækkað hér á landi um 100% sl. áratug hafi kaupmáttur aðeins aukist um 9%. Á sama tíma hafa laun hækkað um 40% á Norðurlöndunum en kaupmáttur vaxið um 18%. Í orðræðunni er því haldið fram, að laun séu helsta orsök verðbólgu og með því að hækka laun minna muni kaupmáttur aukast meira. Þetta hljómar einfalt, en er því miður ekki alveg í samræmi við þann veruleika sem við búum við.
Grein Gylfa má lesa í heild hér.