Gildistími kjarasamnings vegna starfa á almennum vinnumarkaði rennur út 1.nóvember 2022, svokallaði Lífskjarasamningurinn. Verkalýðsfélag Suðurlands er því byrjað að huga að mótun kröfugerðar vegna komandi viðræðna við Samtök atvinnulífsins og mun byrja á félagsfundi þann 18.nóvember nk. Það er því nauðsynlegt að heyra raddir félagsmanna og hvetjum við þá til að koma skoðunum sínum til félagsins. Hverjar eiga áherslur í komandi viðræðum að vera, hverjar eiga að vera í forgangi, hvaða kröfur eiga að vera á stjórnvöld o.s.frv. Stefnt er að kröfugerð verði tilbúin í mars/apríl á næsta ári.
Stjórn hvetur ykkur til að mæta á félagsfundinn og láta í ljós skoðanir ykkar. Einnig er vel þegið að fá hugmyndir ykkar í símtölum eða í tölvupósti, vs@vlfs.is, allar hugmyndir og skoðanir vel þegnar. Kröfurnar eru ykkar !
Kjarasamningar við ríkið og sveitarfélögin hafa gildistíma til ársins 2023, vinna við undirbúning þeirra hefst því þegar nær dregur þeim tímamörkum.
Stjórnin.