Stjórn sjúkrasjóðs lagði fram tillögur um hækkun styrkja til félagsstjórnar sem samþykkti tillögurnar. Breytingarnar voru svo lagðar fram á aðalfundi og voru þær samþykktar af fundinum.

Breytingarnar gilda frá 1.maí gagnvart greiðslukvittunum/vottorðum frá þeim tíma. Eftirfarandi breytingar voru samþykktar.

Fæðingarstyrkur hækkar kr. 90.000- (var kr. 50.000-)
Gleraugu/linsur hækka í kr.65.000- (var kr. 50.000-) og tekið er út reglan „á 2 ára fresti“.
Heilsurækt hækkar í kr. 40.000- (var kr. 35.000-)
Tannlæknastyrkur hækkar í kr. 20.000- (var kr. 15.000-)
Heyrnatæki hækka í kr. 90.000- (var kr. 50.000-) og tekin út reglan „á 2 ára fresti“.
Tæknifrjóvgun er nú greitt í allt að þrjú skipti í stað „einu sinni“.
Sjúkraþjálfun, tekið út að „skila þurfi inn læknisvottorði“.
Áfengismeðferð, tekið út að „aðeins er greitt vegna einnar meðferðar“ og stað þess kom að „greitt er vegna einnar meðferðar á fimm ára fresti“.

Þannig samþykkt á aðalfundi 17.maí 2023