Stjórn Sjúkrasjóðs Vlf.S samþykkti á fundi sínum að leggja til fyrir félagsstjórn og síðar fyrir aðalfund hækkun á forvarnar- og endurhæfingarstyrkjum. Tillagan var samþykkt af félagsstjórn og á aðalfundi þann 10.júní sl.

Eftirfarandi var samþykkt:

  • Samanlagðir styrkir hækka í kr. 90.000- fyrir hvert almanaksár (voru 80.000-)
  • Krabbameinsskoðun, framhaldsrannsóknir allt að kr. 20.000- (nýtt)
  • Laser augnaðgerð. Greitt 50% en að hámarki kr. 45.000- pr auga (var 40.000-)
  • Tæknifrjóvgun. Greitt 50% en að hámarki kr. 90.000- (var 80.000-)
  • Tannlæknakostnaður. Styrkur að hámarki kr. 10.000- (nýtt)
  • Fæðingarstyrkur. Styrkur að hámarki kr. 50.000- (nýtt)
  • Útfararstyrkur. Styrkur að hámarki kr. 50.000- fyrir þá sem falla ekki undir reglugerð sbr. gr.12.4.

Breytingar þessar gilda frá 1.janúar 2021.