Félagsmenn aðildarfélaga SGS, þar með talið Verkalýðsfélags Suðurlands sem starfa hjá sveitarfélögum á félagsvæði þess fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS.

Þann 1. febrúar, var greitt úr sjóðnum í annað sinn, samtals tæplega 200 milljónir króna til u.þ.b. 4.400 félagsmanna.

Hvetjum starfsmenn sem starfa eftir þessum kjarasamningi að fylgjast vel með þessum greiðslum, ef þeir telja að ekki hafi verið greitt rétt út miðað við laun þeirra á árinu 2021 skal benda á að hafa samband við SGS í tölvupósti sgs@sgs.is og koma því á framfæri.

Þeir félagsmenn aðildarfélaga SGS, sem starfa hjá sveitarfélögum, og eiga eftir að sækja um í sjóðinn er bent á að fylla út þetta form.  

Greitt verður aftur úr sjóðnum 10. febrúar næstkomandi.