Til stéttarfélagsins getur félagsfólk leitað með ýmis mál, m.a. er varðar vangreidd laun, vegna ágreinings við atvinnurekanda og ef fyrirtækið hættir skyndilega starfsemi eða fer í þrot. Þegar um gjaldþrot er að ræða er nauðsynlegt að bregðast við og leita til félagsins sem allra fyrst.

Verkalýðsfélag Suðurlands vill vekja athygli á nýlegu gjaldþroti á starfssvæði félagsins og hvetja það -félagsfólk sem telur sig eiga inni kröfur á hendur fyrirtækisins að leita til okkar strax. Hægt er að hafa samband við okkur í síma 487-5000, í tölvupósti vs@vlfs.is eða koma við á skrifstofu félagsins á Hellu.