Á stjórnarfundi félagsins sem haldinn var í lok apríl sl kom upp sú tillaga að styrkja slökkviliðin á félagssvæði Verkalýðsfélags Suðurlands með gjöf af neyðartösku. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Með stórauknum ferðamannastraumi um Suðurland eykst því miður líka slysatíðni. Á svæðinu eru starfandi 4 slökkvilið sem að sinna neyðarþjónustu, á Hellu, á Hvolsvelli, í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Neyðartaskan er með öllum helsta neyðar- og sjúkrabúnaði sem hægt er að grípa með sér á slysstað. Eins og allir vita þá getur tíminn  skipt öllu þegar um slys er að ræða. Ekkert slökkviliðanna á félagssvæði félagsins átti slíka neyðartöskutösku og var því orðin full þörf á. Það skiptir okkur öll máli að neyðarvarnir svæðisins  séu sem bestar þó svo að við viljum helst aldrei þurfa á þeim að halda.

Töskurnar voru svo afhentar slökkviliðsstjórum fyrrnefndra slökkviðliða þann 16.júní.

Guðrún Elín Pálsdóttir afhendir Ívari Bjartmarssyni slökkviliðsstjóra í Vík sjúkratösku. F.v Kristinn Ágústsson, Guðrún Elín Pálsdóttir, Ástþór Tryggvi Eiríksson, Ívar Bjartmarsson, Bjarki Guðnason, Leifur Bjarki Björnsson,

Guðrún Elín Pálsdóttir afhendir Ívari Bjartmarssyni slökkviliðsstjóra í Vík sjúkratösku.
F.v Kristinn Ágústsson, Guðrún Elín Pálsdóttir, Eiríkur Tryggvi Ástþórsson, Ívar Bjartmarsson, Bjarki Guðnason, Leifur Bjarki Björnsson,

Sigurður Gýmir Bjartmarsson sýnir gestum hjartastuðtæki og töskurnar.

Sigurður Gýmir Bjartmarsson sýnir gestum hjartastuðtæki og töskurnar.