Gylfi endurkjörinn forseti ASÍ með 70% atkvæða

Ragnar Þór Ingólfsson þingfulltrúi úr VR bauð sig fram gegn Gylfa Arnbjörnssyni sitjandi forseta á þingi sambandsins í dag. Talningu í forsetakjöri ASÍ lauk rétt í þessu og var niðurstaðan sú að Gylfi hlaut 69,8% atkvæða en Ragnar Þór 30,2%. 262 greiddu atkvæði og hlaut Gylfi 183 atkvæði en Ragnar Þór 79. Gylfi Arnbjörnsson er því réttkjörinn forseti ASÍ til ársins 2014 en hann var fyrst kjörinn í embættið í október árið 2008.

Tekið af heimasíðu ASÍ