Fundur með vinnueftirlitinu vegna vinnustaðaeftirlits

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands áttu fund með Vinnueftirlitinu (VER) síðastliðinn föstudag til að ræða samstarf og upplýsingamiðlun á milli ASÍ og Vinnueftirlitisins vegna eftirlits með starfsaðstæðum erlends starfsfólks.

Á fundinum kynntu fulltrúar Vinnueftirlitsins eftirlit stofnunarinnar með erlendu starfsfólki í mannvirkjagerð, fjölluðu um verkkaupaábyrgð, eftirlitsheimildir, þá þætti sem einna helst eru í ólagi á byggingarvinnustöðum sem og tegundir brota á erlendu starfsfólki. Þá ræddu fundarmenn einnig um grundvöll fyrir auknu samtarfi og upplýsingarmiðlun milli Vinnueftirlitsins og ASÍ/stéttarfélaganna.

Fulltrúar SGS á fundinum voru þeir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, og Árni Steinar Stefánsson, sérfræðingur SGS.