Aðalfundur félagsins var haldinn 22.maí sl. og var afar vel heppnaður. Guðrún Elín Pálsdóttir formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið frá maí 2023 til maí 2024. Í skýrslunni kom m.a. fram að starfsárið hafi verið krefjandi, kjarasamningar lausir og málefnum félagsmanna hefur fjölgað. Í heildina greiddu 2.819 einstaklingar gjöld til félagsins á síðasta almanaksári sem er 10% aukning m.v. árið áður, launagreiðendur voru að meðaltali um 260.

Berglind Hákonardóttir endurskoðandi félagsins fór yfir ársreikning 2023. Heildarvelta félagsins hækkaði um 22% og heildariðgjöld hækkuðu um 24%. Eigið fé í lok árs nam 869 millj.kr.