Mánudaginn 5. september boðaði Starfsgreinasambandið til formannaundar á Hótel Reykjavík Natura. Um var að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins voru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi. Mætingin var til fyrirmyndar og dagskráin þétt, en meðal þeirra mála sem voru á dagskrá fundarins má nefna stöðu efnahagsmála og undirbúning komandi kjarasamninga. Þá fengu fundargestir stutta kynningu frá nýráðnum framkvæmdastjóra SGS, Björgu Bjarnadóttur.