Formannafundur SGS
Í dag, 8. janúar, hélt Starfsgreinasambandið formannafund og var hann að þessu sinni haldinn í höfuðstöðvum sambandsins í Reykjavík. Til fundarins voru boðaðir formenn allra aðildarfélaga sambandsins, 19 talsins og var mæting góð.
Ýmis mál voru á dagsská fundarins að þessu sinni, m.a. erindi frá Ernu Bjarnadóttur, hagfræðingi Bændasamtaka Íslands um utanaðkomandi áhrif á matvælaframleiðslu, innflutningsbann Rússa og tollasamningurinn, kynning á nýrri námsskrá í fiskvinnslu og ýtarleg umfjöllun um svarta atvinnustarfsemi. Þá var farið yfir verkefnin sem framundan eru hjá Starfsgreinasambandinu.
Tekið af síðu SGS