Varða, Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, lagði fyrir umfangsmikla könnun meðal launafólks í lok síðasta árs og niðurstöður könnunarinnar birtust í skýrslu sem var gefin var út nýlega. Markmið könnunarinnar var meðal annars að afla upplýsinga um fjárhagslega stöðu launafólks.

Niðurstöður voru sérstaklega greindar meðal félagsfólks í aðildarfélögum SGS. Áhrif þess að vera á lægstu launum finnast víðsvegar í könnuninni. Félagsfólk aðildarfélaga SGS hefur í meira mæli tekið yfirdrátt, smálán og önnur skammtímalán samanborið við félagsfólk annarra aðildarfélaga. Félagsfólk aðildarfélaga SGS er að bregðast við fjárskorti en hins vegar er félagsfólk annarra aðildarfélaga frekar að taka út séreignarsparnað eða endurfjármagna húsnæði.

Vandi láglaunafólks er djúpstæður og snýr að því reyna að ná endum saman.