Samþykkt hefur verið að framlengja ferðastyrkinn til félagsmanna sem hefur verið í gildi frá 1.júlí og átti að óbreyttu að gilda til 31.desember nk. Framlengingin gildir til 30.apríl 2021.

Styrkurinn er kr. 10.000- fyrir félagsmann og gildir um gistingu og ferðatengda upplifun og virkar þannig:
-Greitt er allt að 10.000.- krónur fyrir virkan og greiðandi félagsmann á tímabilinu 1.júlí til 30.apríl 2021.
-Greitt er einu sinni fyrir félagsmann.
-Framvísa þarf löglegri nótu frá rekstraraðila þar sem fram kemur einingarverð þjónustu. Nótan verður að vera keypt á tímabilinu 1.júlí til 30.apríl 2021.
-Ef nótan er lægri en 10.000.- krónur þá er greitt því sem svarar kostnaði nótunnar.
-Skila þarf nótu á skrifstofu félagsins á Hellu sem sér um að greiða út styrkinn.
-Ath: gildir ekki um tjaldsvæði eða gistingu í orlofshúsum, eða fyrir útilegu- og veiðikortin. Gildir ekki um matsölustaði eða samgöngur.