Í kjarasamningi SGS f.h VLFS við Samband sveitarfélaga var samið um sérstakan félagsmannasjóð. Hver stofnun hjá hverju sveitarfélagi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanns og skal greiða úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert skv. grein 13.8 í fyrrgreindum samningi.
Í upphafi sjóðsins hélt SGS utan um starfsemi hans og hefur greitt út styrki til félagsmanna vegna áranna 2020 og 2021. Á síðasta ári var tekin sú ákvörðun að sambandið myndi hætta að halda utan um sjóðinn og hvert stéttarfélag innan þess tæki við sjóðnum og héldi utan um fyrir þá félagsmenn sem tilheyra því félagi.
Vegna ársins 2022 mun Verkalýðsfélag Suðurlands því greiða út styrk úr sjóðnum til félagsmanna okkar sem starfa hjá sveitarfélögum innan okkar félagssvæðis. Unnið er að því þessa dagana að safna upplýsingum frá félagsmönnum svo hægt sé að greiða þeim styrkinn enda forsendur fyrir því að hægt sé að greiða hverjum og einum sinn styrk er að réttar upplýsingar liggi fyrir. Stefnt er á að greitt verði úr sjóðnum þann 1.febrúar nk.