Orlofsuppbót er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða til starfsmanna sinna með maí launum, greiddum 1.júní. Hjá hinu opinbera átti að greiða uppbótina 1.maí.

Lesið vel yfir launaseðilinn og sannreynið að uppbótin hafi verið greidd, ef vafi leikur á að svo sé skal gera athugasemdir strax. Einnig er hægt að hafa samband við trúnaðarmann vinnustaðarins eða við stéttarfélagið.

Uppbótin reiknast m.v. starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu sem er frá 1.maí til 30.apríl. Uppbótin er eins og áður segir föst fjárhæð, ekki er greitt orlof á orlofsuppbót. Ef starfslok verða fyrir gjalddaga uppbótarinnar skal gera upp hlutfallslega við starfslokin.

  • Almennur vinnumarkaður: Orlofsuppbót er kr. 58.000- miðað við fullt starf allt árið.
  • Sveitarfélög: Ekki hefur verið samið um uppbótina fyrir árið 2024 og gildir því fjárhæðin frá árinu 2023 sem er kr. 55.700- Gera verður leiðréttingu þegar fyrir liggur fjárhæðin fyrir árið 2024.
  • Ríkið: ekki hefur heldur verið samið við ríkið og gildir því fjárhæðin frá 2023 sem er kr. 56.000-

https://grid.is/@sgsreiknivelar/orlofsuppbot-IieIXKvTSKeIlp2BkfFcjw