Þann 25.október sl. hélt Vinnueftirlitið opin morgunfund þar sem Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands flutti erindi. SGS hefur hafið samstarf við eftirlitið um könnun á aðbúnaði starfsfólks sem vinnnur við þrif á gistiheimilum og hótelum. Erindi Drífu fjallaði um kynferðislega áreitni á vinnustöðum en Vinnueftirlitið hefur gefið út bæklinga um óviðeigandi hegðun á vinnustað bæði fyrir atvinnurekendur og starfsfólk og fulltrúa þeirra. Bæklingana má nálgast hér og hér. Sjá einnig nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins. 

saettum_okkur_ekki_vid_einelti_areitni_ofbeldi
enginn_a_ad_saetta_sig_vid_einelti_areitni_ofbeldi