Eftirtalin stéttarfélög í Suðurkjördæmi (innan SGS) lýsa yfir fullum stuðningi við framboð Drífu Snædal framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi Alþýðusambands Íslands þann 24. október 2018.

Drífa hefur unnið að heilindum í starfi sínu fyrir verkalýðshreyfinguna og er ötul í baráttu sinni fyrir bættum kjörum félagsmanna. Nú eru umbrotatímar þar sem ójöfnuður eykst, skattkerfið er sniðið að þeim efnameiri, félagsmenn eru háðir atvinnurekendum og eða hagnaðardrifnum leigufélögum í húsnæðismálum, kjarasamningsbrot viðgangast víða á vinnumarkaði og almenn mannréttindi fótum troðin. Við þær aðstæður teljum við hennar mannkosti besta til þess fallna að veita Alþýðusambandi Íslands forystu til framtíðar.

Báran, stéttarfélag Selfossi
Drífandi stéttarfélag Vestmannaeyjum
Verkalýðsfélag Grindavíkur
Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis
Verkalýðsfélag Suðurlands.