Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli. Uppbótin er með inniföldu orlofi og greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.
Félagsmenn Vlf.Suðurlands sem starfa eftir samningum SGS við Ríkið og Samtök atvinnulífsins fá desemberuppbót á árinu 2021, 96.000 kr, m.v. fullt starf.
Félagsmenn Vlf.Suðurlands sem starfa eftir samningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga skulu fá desemberuuppbót á árinu 2021, 121.700 kr, m.v. fullt starf.

 Við starfslok skal gera upp áunna desemberuppbót verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
 Starfsmenn sem eru í starfi fyrstu vikuna í desember ár hvert eiga ávallt rétt á uppbót, hlutfallslega miðað við starfstíma á almanaksárinu.
 Hafi starfsmaður verið frá vinnu vegna veikinda þá telst sá tími með til útreiknings uppbótarinnar.
 Eftir eins árs starf hjá sama atvinnurekanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning uppbótarinnar.

Frekari útskýringar á ákvæðinu má finna í kjarasamningum sem aðgengilegir eru á heimasíðu stéttarfélagsins undir flipanum kjaramál.