Samstarfsnefnd SGS og SÍS samþykkti á fundi þann 24.apríl breytingar á álögum á vaktir þannig að á þeim tímum sem hefur verið greitt 90% álag verði nú greitt 120% álag og á þeim tímum sem greitt hefur verið 120% álag verði greitt 165% álag. Breyting þessi gildir frá 1.apríl 2023.
Það þýðir að vaktir sem unnar voru á föstudaginn langa og á páskadag eiga nú að vera greiddar með 120% álagi.
Einnig tekur í gildi ný tafla fyrir vaktahvata sem tryggja á jafnari vaktahvata til handa þeim hópi sem er með mestan fjölda og fjölbreytileika vakta á hverju launatímabili.