Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs VLFS

                                                                                                           

Á aðalfundi VLFS þann 29. apríl voru samþykktar eftirfarandi breytingar á reglugerð sjúkrasjóði félagsins:

 

  • Styrkur til líkamsræktar. Greitt að hámarki 50% af nótu en að hámarki kr 20.000 á ári í stað 15.000 kr.

  • Greiddur verði ein gleraugna/linsukaupa á 2 ára fresti í stað 3 ára samkvæmt nótu en þó að hámarki 40.000 í stað 25.000 kr.

  • Greiddur er styrkur til laser augnaðgerðar kr 35.000 í stað 25.000 per auga en að hámarki 50%.

  • Styrkur til kaupa á heyrnartækjum: veittur er styrkur til kaupa á heyrnartækjum á 2 ára fresti í stað 3 ára. Greitt er allt að 50% af verði nótu en þó að hámarki kr 40.000– í stað 25.000 kr.

  • Þegar um alvarleg veikindi er að ræða þá greiðast 25% af útgefnu km gjaldi ferðakostnaðarnefnd ríkisins eða að hámarki kr 30.000 á ári. Aðeins var greitt fyrir í eitt skipti fyrir sjóðfélaga, en var það fellt úr gildi. Ekki er greitt fyrir færri ferðir en 5 á ársgrundvelli.