Félagið hefur keypt þrjár nýjar eignir í Reykjavík í Hlíðarendahverfinu og selt íbúðirnar tvær í Kópavogi. Nýju eignirnar eru staðsettar miðsvæðis í borginni og eru steinsnar frá spítalanum. Félagið er fyrsti eigandinn að íbúðunum sem byrjuðu að fara í leigu nú á vormánuðum. Félagsmenn eru afar ánægðir með þennan nýja valkost. Einnig er kominn nýr vefur í loftið sem heldur utan um bókanirnar sem nú eru allar rafrænar þar sem félagsmaðurinn sér alfarið um að ganga frá leigu og greiðslu.

https://vlfs.orlof.is/

Á mynd má sjá Guðrúnu formann og Tryggva varaformann handsala kaupin.