Verkalýðsfélag Suðurlands auglýsir eftir stjórnarfólki í stjórn Lífeyrissjóðs Rangæinga fyrir kjörtímabilið 2023-2025.

Áhugasamir geta sent um umsókn ásamt kynningarbréfi og starfsferilsskrá. Gögn skulu berast í tölvupósti á gudrun@vlfs.is . Valið verður um einn aðalmann og einn varamann.

Samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðsins og í samræmi við lög um lífeyrissjóði skal aðalstjórn skipuð tveimur konum og tveimur körlum. Tveir eru kosnir af fulltrúaráði Verkalýðsfélags Suðurlands á ársfundi sjóðsins og tveir eru tilnefndir af samtökum atvinnulífsins. Í varastjórn skal skipa eina konu og einn karl og gildir sama regla um kosningu og tilnefningu og um aðalmenn.

Í aðalstjórn fyrir tímabilið 2023-2025 er laust eitt sæti konu og í varastjórn er laust eitt sæti karls.

Þau sem bjóða sig fram til stjórnar skulu uppfylla hæfisskilyrði sem finna má í 31.gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða. Stjórnarmenn skulu vera lögráða, fjárhagslega sjálfstæðir og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota. Þeir mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, einkahlutafélög, bókhald, ársreikninga, gjaldþrotaskipti o.fl. eða ákvæðum laga er varða opinber gjöld, svo og sérlögum um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi. Stjórnarmenn skulu vera búsettir hér á landi.

Boðið verður upp á undirbúningsnámskeið fyrir umsækjendur á vegum Félagsmálaskólans frá 10/05 til 13/05 2023. Námskeiðið er staðnámskeið.

Framboðsfrestur er til kl. 16:00 þann 24. apríl 2023.