Atvinnuleysi mældist 3,8% í september

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 188.400 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í september 2015, sem jafngildir 81,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 181.300 starfandi og 7.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir september 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 2,3 prósentustig og hlutfall starfandi fólks af mannfjölda jókst einnig eða um 2,5 stig. Atvinnuleysi dróst hins vegar saman um 0,3 prósentustig frá því í september 2014, úr 4,1% í 3,8%.

Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.

Tekið af síðu SGS