Atkvæðagreiðslu um nýjan samning við sveitarfélögin lýkur á miðnætti

Til að greiða atkvæði fara félagsmenn inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is) og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar getur viðkomandi greitt atkvæði með því að nota lykilorð sem hann fékk sent í pósti. Allir kosningabærir félagsmenn fengu sendan kynningarbækling í pósti í tengslum við atkvæðagreiðsluna, en bæklingurinn inniheldur m.a. lykilorð viðkomandi.

  • Samningurinn í heild sinni.
  • Röðun starfa í launaflokka skv. starfsmati.
  • Kynningarbæklingur.
  • Glærukynning um samninginn.