Ályktun frá Verkalýðsfélagi Suðurlands varðandi lokun á póstafgreiðslustöðvum í Rangárvallasýslu.

Stjórn stéttarfélagsins  mótmælir fyrirhugaðri lokum á póstafgreiðslustöðvum á Hellu og Hvolsvelli. Fyrir liggur að með þessari ákvörðun muni störf hverfa af svæðinu og við það er ekki unað.  Á tímum þar sem netverslanir eru á uppleið er ljóst að lokun póstafgreiðslustöðva kemur til með að hafa mikil áhrif á félagsmenn og íbúa sveitarfélaganna. Stjórn Verkalýðsfélags Suðurlands krefst þess að forsvarsmenn Íslandspósts endurskoði ákvörðunina strax !. Að lokum skorum við á fulltrúa sveitarfélaganna að beita sér harðlega í þessu máli til hagsbóta fyrir íbúa þeirra.