Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands tekur heilshugar undir áhyggjur aðildarfélaga sambandsins sem hafa með bréfum til Fjármálaeftirlitsins gert alvarlegar athugasemdir varðandi mat á hæfi almennra sjóðfélaga til að gegna stjórnarsetu í stjórnum lífeyrissjóða. Svo virðist sem unnið sé að því að útiloka þá frá stjórnarsetu í lífeyrissjóðum. Það er, þrátt fyrir að þeir hafi verið kjörnir til að gegna þessum störfum í þágu sjóðfélaga.

Framkvæmdastjórnin  skorar á ASÍ að hefja þegar í stað viðræður við Fjármálaeftirlitið um aðgengi almennra sjóðfélaga að stjórnun lífeyrissjóða.

Samþykkt á fundi 23. febrúar 2022.