Að segja allan sannleikann eða bara hálfsannleika?
Samtök atvinnulífsins sendu frá sér áherslur sínar í aðdraganda kjarasamninga í gær. Ég vakti fyrir skömmu athygli forystumanna SA og almennings á því að nauðsynlegt er að horfa á þróun ýmissa hagstærða í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við, einkum þróun á gengi krónunnar þegar dregin er samanburður milli landa.
Í því efni sem atvinnurekendur sendu frá sér í gær, bæði texta og talnaefni, er hvergi minnst á þróun íslensku krónunnar og þannig látið í veðri vaka að við búum við sama eða sambærilegan grundvöll kjarasamninga og t.d. á Norðurlöndunum. Þannig er það ekki og er það mitt mat að það jaðri við rangfærslu að hlaupa yfir svo veigamikla forsendu okkar lífskjara. Því vil ég hér birta fjórar myndir. Þróun verðalags, launa og gengis þannig að þetta megi skoða í samhengi. Í lokin er einnig mynd af þróun árstekna eftir skatta en fyrir tilfærslur á Norðurlöndunum og að meðaltali innan ESB mælt í evrum. Þar má glögglega sjá áhrif gengisfalls krónunnar á hag íslensks launafólks.
Myndirnar má sjá hér.
Takið af síðu asi.is