Á aðalfundi félagsins kom fram að félagið greiddi til félagsmanna sinna á árinu 2023 alls 88 milljónir. Sjúkrasjóðurinn greiddi í formi dagpeninga og styrkja 55.millj. en þess má geta að 584 umsóknir bárust í sjóðinn vegna styrkja. Menntasjóðurinn greiddi 17 millj. en félagið er aðili að þremur fræðslusjóðum. Félagið greiddi svo í fyrsta sinn úr félagsmannasjóði sem tilheyrir starfsfólki sveitarfélaga í byrjun ársins 2023 tæpar 16.milljónir. Alls greiddi því félagið eins og áður segir um 88 milljónir. Ótalið er svo það sem orlofssjóðurinn styrkir í formi niðurgreiðslu á Veiði- og útilegukortum og leigugjöldum á orlofseignum.