Félagsfundur verður haldinn þann 22.september nk. þar sem kosnir verða fulltrúar á þing Alþýðusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 10.-12.október. Meðal umfjöllunarefna á þinginu er lífeyrismálin, húsnæðismál, efnahagur og skattar, kjaramál, jafnrétti og menntun og framtíð vinnumarkaðarins. Einnig verður kosin ný forysta á þinginu, forseti og miðstjórn. Verkalýðsfélag Suðurlands á rétt á að senda þrjá fulltrúa á þingið sem fyrr segir kjósa þarf um á félagsfundi. Einnig þarf að kjósa þrjá til vara. Hafir þú ágæti félagsmaður á vinnumarkaði áhuga á að sitja þingið þá vinsamlega hafðu samband við skrifstofu félagsins, einnig þarf að mæta á fundinn. Kostnaður við uppihald og vinnutap er greitt af félaginu.

Fundurinn verður á Hellu, Suðurlandsvegi 1.hæð, gengið er inn baka til (námsverið) og hefst kl 18.00

https://www.asi.is/thing2022