4. þing Starfsgreinasambands Íslands

4. þing Starfsgreinasambands Íslands verður sett í Hofi á Akureyri þann 16. október 2013 klukkan 15:00 undir yfirskriftinni Samstaða og Samvinna. Þingið mun fjalla um kjaramál í aðdraganda kjarasamninga, atvinnumál almennt, húsnæðismál og fleira. Þegar formaður Starfsgreinasambandsins, Björn Snæbjörnsson hefur sett þingið munu þau Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ flytja ávörp.  

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) er landssamband almenns og sérhæfðs verkafólks. SGS er stærsta landssamband innan ASÍ, en 19 verkalýðsfélög eiga aðild að sambandinu með um 50 þúsund félagsmenn. Af þessum 19 félögum fer Starfsgreinasambandið með umboð fyrir 16 félög í komandi kjaraviðræðum en samkvæmt hefð semur Flóabandalagið sér, þ.e. Efling-stéttarfélag, Vlsfél. Keflavíkur og nágrennis (VSFK) og Vlf. Hlíf í Hafnarfirði.

Aðildarfélög SGS eru þessi:
Efling-stéttarfélag, Vlf. Akraness, Stéttarfélag Vesturlands, Vlf. Snæfellinga, Vlf. Vestfirðinga, Vlsfél. Bolungarvíkur, Stéttarfélagið Samstaða, Aldan stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Vlf. Þórshafnar, Afl-Starfsgreinafélag, Vlf. Suðurlands, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Vfl. Grindavíkur, Vlsfél. Keflavíkur og nágrennis (VSFK), Vlsfél. Sandgerðis og Vlf. Hlíf.

Tengsl við fjölmiðla á meðan þinginu stendur er í höndum Árna Steinars Stefánssonar, sími 865 1635.
Framkvæmdastjóri SGS er Drífa Snædal, sími 695 1757.
Formaður SGS er Björn Snæbjörnsson, sími 894 0729.