Verkalýðsfélag Suðurlands óskar eftir að ráða einstakling í 100% starf á skrifstofu félagsins á Hellu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila.
Félagssvæði Verkalýðsfélags Suðurlands nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúp í austri og nær til alls verkafólks sem starfar á almennum markaði, hjá sveitarfélögum og hjá ríkinu. Skrifstofa félasgsins er fámennur vinnustaður.
Helstu verkefni og ábyrgð
Öll almenn vinnsla kjaramála. Útreikningar og ýmis verkefni tengd vinnuréttarmálum.
Vinnustaðaeftirlitfulltrúi og tengiliður samskipta við atvinnurekendur.Viðvera mánaðarlega í Vík í Mýrdal. Samskipti við trúnaðarmenn.
Fræðsla og kynningar í skólum. Símsvörun, upplýsingagjöf til félagsmanna varðandi túlkun kjarasamninga og fyrirspurna varðandi reglur mennta – og sjúkrasjóðs.
Afgreiðsla.Önnur tilfallandi verkefni.
Nánari upplýsingar og umsóknarferli er á vef Alfreðs. VLFS auglýsir eftir kjaramálafulltrúa. | Verkalýðsfélag Suðurlands