• Mán - Fim 9-16 Fös 9-15
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, 850 Hella

Kjaramál

Stærsta hlutverk stéttarfélaga er að halda vörð um réttindi vinnandi fólks.

Kjarasamningar

Á vinnumarkaði eru í gildi ýmis lög og kjarasamningar um kaup og kjör.
Þar er að finna ákvæði um réttindi og skyldur launafólks og atvinnurekenda.

Í þeim er til dæmis fjallað um vinnutíma, laun, kaffi-og matartíma og réttinn til launa verði maður óvinnufær vegna veikinda eða slysa. Ennfremur er þar að finna ákvæði um réttindi til launa í fríum, uppsagnarfrest og fjölmörg önnur atriði.

Meðal annars eru í gildi lög um vinnu barna og unglinga, sem er ætlað að vernda ungt fólk fyrir erfiðum og hættulegum störfum.

Um laun, launagreiðslur, fyrirkomulag á greiðslu launa o.s.frv. er fjallað um í lögum en þó fyrst og fremst kjarasamningum. Í 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda segir orðrétt: 
 
"Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir."  


Laun og önnur starfskjör launafólks eru samkvæmt framansögðu viðfangsefni aðila vinnumarkaðarins. Að því er varðar önnur starfskjör en laun þá hefur löggjafinn á ýmsum sviðum sett lög þar sem ákveðin lágmarksréttindi eru tryggð. Slík lágmarksréttindi eru síðan útfærð nánar í kjarasamningnum.

Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða samkvæmt kjarasamningum. Upphæð ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli. Desemberuppbót er með inniföldu orlofi og greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.

  • Við stafslok á að gera upp áunna desemberuppbót verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
  • Starfsmenn sem eru í starfi fyrstu vikuna í desember ár hvert eiga ávallt rétt á uppbót, hlutfallslegri miðað við starfstíma og/eða starfshlutfall á almanaksárinu, 1. janúar - 31. desember. 
  • Hafi starfsmaður verið fjarverandi vegna veikinda skal við útreikning uppbótar telja þær vikur með sem hann fékk greiddar.
  • Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desemberuppbótar. 

2024

  • Á almenna markaðinum kr. 106.000. Greiðist eigi síðar en 15. desember
  • Hjá sveitarfélögum kr. 135.500. Greiðist eigi síðar en 1. desember.
  • Hjá ríkinu kr. 106.000. Greiðist 1. desember ár hvert.

Orlofsuppbót/persónuuppbót er föst tala sem kveðið er á um í kjarasamningum. Greiða þarf skatt og skyldur af orlofsuppbótinni. Orlofslaun eru þó innifalin í orlofsuppbót og greiðast því ekki til viðbótar.

  • Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning orlofsuppbótar.
  • Hafi starfsmaður verið fjarverandi vegna veikinda skal við útreikning uppbótar telja þær vikur með sem hann fékk greiddar.
  • Hafi starfsmaður unnið samfellt 12 vikna starf á orlofsárinu á hann rétt á að fá orlofsuppbót greidda við starfslok, en þá hlutfallslega miðað við starfstíma.
  • Við starfslok á að gera upp áunna orlofsuppbót verði starfslok fyrir gjalddaga orlofsuppbótarinnar.

2024

  • Á almenna markaðinum. Kr. 58.000 miðað við fullt starf, greiðist 1. júní.  Á vef SGS má nálgast reiknivél sem reiknar orlofsuppbót út frá starfshlutfalli og starfstíma.
  • Hjá ríkinu. Kr. 58.000 miðað við fullt starf.  Uppbótin greiðist 1. júní.

  • Hjá sveitarfélögum. Kr. 57.500 kr. miðað við fullt starf. Uppbótin á að koma til greiðslu 1. maí ár hvert.

Staðgreiðslaskattur sem dregin er af launum er í þrem skattþrepum. Einstaklingar með greiðslur frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að gera ráðstafanir til þess að rétt hlutfall skatts sé dregið af launum þeirra og forðast þannig skattskuld við álagningu.

Af öllum launum ber að greiða skatt. Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu á árinu 2024 er sem hér segir:

Skattþrep 1 Af tekjum 0 – 446.136 kr.

31,48% (þar af 14,93% útsvar)

Skattþrep 2 Af tekjum 446.137 - 1.252.501 kr.

37,98% (þar af 14,93% útsvar)

Skattþrep 3 Af tekjum yfir 1.252.501 kr.

46,28% (þar af 14,93% útsvar)

Persónuafsláttur á mánuði

kr. 64.926

Persónuafsláttur á árí

kr. 779.112

 

  • Tekjuskattur og útsvar: á skattskyldar tekjur einstaklinga er lagður á tekjuskattur til ríkisins og útsvar til þess sveitarfélags sem einstalingur er búsettur í. Álagning og uppgjör tekjuskatts og útsvars fer fram í lok júlí ár hvert. Frá reiknuðum tekjuskatti, og eftir atvikum útsvari, er dreginn persónuafsláttur.
  • Persónuafsláttur: allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á tekjuárinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið. 

Ábyrgð launamanna

  • Hver og einn launamaður ber ábyrgð á að gefa sínum launagreiðanda réttar upplýsingar til að tryggja að rétt staðgreiðsluhlutfall sé dregið af laununum og að nýting persónuafsláttar sé með réttum hætti. 
  • Fari mánaðarlaun yfir 409.986 kr. hjá einum launagreiðanda þarf að reikna staðgreiðslu af launum hjá öðrum launagreiðendum í næsta skattþrepi fyrir ofan. Fari mánaðarlaun yfir 1.151.012 kr. þarf að reikna staðgreiðslu af þeim hluta sem fer yfir það mark í þrepi þrjú.

Sjá nánar hér um skattþrepin

Kjarasamningar

Hérna má nálgast þá kjarasamninga og kauptaxta sem eru í gildi hverju sinni.
Kjarasamningar og kauptaxtar
Skrifstofa
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, Hella
  • Mán - Fim 9-16 Fös 9-16
Hafðu samband
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
Fylgdu okkur
© 2024 Verkalýðsfélag Suðurlands. Allur réttur áskilinn.