Menntasjóður Verkalýðsfélags Suðurlands veitir félagsmönnum mikilvægan stuðning til að afla sér frekari menntunar eða til að sækja námskeið sem styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði. Hér fyrir neðan finnur þú skýrar og einfaldar leiðbeiningar um hvernig þú sækir um styrk úr sjóðnum á örfáum mínútum.
Skref 1: Farðu inn á „Mínar síður“
Opnaðu heimasíðu Verkalýðsfélags Suðurlands (vlfs.is). Smelltu síðan á bláa hnappinn sem merktur er „Mínar síður“ efst til hægri á síðunni. Þar byrjar þú umsóknina þína um styrk úr menntasjóði félagsins.
Skref 2: Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappi
Þegar þú hefur smellt á „Mínar síður“ lendir þú á innskráningarsíðu félagsins. Þar skráir þú þig inn annað hvort með rafrænum skilríkjum eða með því að nota auðkennisapp. Veldu þann valkost sem hentar þér og fylgdu skrefunum til að staðfesta innskráningu.
Skref 3: Opnaðu valmyndina og veldu „Styrkir“
Þegar þú ert komin/n inn á „Mínar síður“ skaltu smella á valmyndartáknið (≡) efst í vinstra horninu á skjánum. Í listanum sem birtist skaltu velja „Styrkir“. Þar finnur þú yfirlit yfir þá styrki sem þú getur sótt um, þar á meðal styrk úr menntasjóði.
Skref 4: Veldu flokkinn „Landsmennt“ og réttan styrk
Næst þarftu að velja flokkinn „Landsmennt“ úr fellivalmyndinni efst á síðunni. Þá birtast styrkir sem standa þér til boða innan þess kerfis. Veldu þann styrk sem á við þitt nám og smelltu svo á „Sækja um“ til að hefja umsóknarferlið.
Skref 5: Fylla út upplýsingar og hlaða upp skjölum
Nú þarftu að fylla út nauðsynlegar upplýsingar í umsóknarformið:
Þá þarftu einnig að hlaða upp eftirfarandi skjölum:
Þegar allar upplýsingar hafa verið fylltar inn og viðhengi hlaðin upp, geturðu smellt á „Áfram“ til að halda áfram með umsóknina.
Stöðu umsóknarinnar geturðu fylgst með inn á Mínum síðum, undir Styrkjasaga.