• Mán - Fim 9-16 Fös 9-15
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, 850 Hella

Fjölmenni og góð stemning á 1. maí kaffisamsæti Verkalýðsfélags Suðurlands

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkafólks bauð Verkalýðsfélag Suðurlands félagsfólki og gestum til 1. maí kaffis á Hellu.

Þetta er í annað sinn sem félagið heldur slíkan viðburð og í ár var boðið til opins húss á skrifstofu félagsins á þriðju hæð í Miðjunni á Hellu. Góð þátttaka var og stemningin frábær.

Formaður félagsins, Guðrún Elín Pálsdóttir, flutti stuttan inngang þar sem hún sagði stutlega frá félaginu og lagði um leið áherslu á mikilvægi stéttarfélaga og baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og réttindum launafólks.

Aðalræðu dagsins flutti Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Starfsgreinasambands Íslands. Í ræðu sinni minnti hún m.a. á að árið 2025 er sérstakt kvennaár, en 50 ár liðin frá því að íslenskar konur tóku höndum saman og breyttu sögunni með því að leggja niður störf þann 24. október 1975 og settu þar þá sitt mark á samfélagið.

Björg beindi einnig sjónum að þeirri hættulegu þróun sem felst í tilkomu svokallaðra gulra stéttarfélaga/gervistéttarfélaga.  Atvinnurekendur stofna þar sín eigin félög, semja við sig sjálfa um kjör sem eru mun lakari en lágmarkskjör á almennum vinnumarkaði og blekkja þannig starfsfólk sitt – oft aðflutt verkafólk og ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Hún lagði áherslu á að slík vinnubrögð væru bæði ólögmæt og siðlaus og kallaði eftir samstöðu stéttarfélaga í baráttunni gegn þeim.

Tónlistaratriði voru í höndum Fríðu Hansen og Alexanders Olgeirssonar og glöddu bæði unga og aldna. Börnin nutu einnig heimsóknar blaðrarans sem galdraði fram litrík listaverk úr blöðrum – til mikillar gleði fyrir yngstu gestina.

Kvenfélagið Unnur sá um glæsilegar veitingar. Þá var einnig boðið upp á fjölbreyttan varning merktan félaginu sem vakti athygli og áhuga gestanna.

Við þökkum öllum sem komu og gerðu daginn eftirminnilegan – við sköpum verðmætin!

Sjáumst að ári.

Hér má lesa ræðu Bjargar Bjarnadóttur:

Deildu:

Fylgdu okkur

Þú getur fundið okkur á Facebook og Instagram
Skrifstofa
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, Hella
  • Mán - Fim 9-16 Fös 9-15
Hafðu samband
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
Fylgdu okkur
© 2024 Verkalýðsfélag Suðurlands. Allur réttur áskilinn.