• Mán - Fim 9-16 Fös 9-15
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, 850 Hella

Hefur þú áhuga?

Trúnaðarmenn

Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við Verkalýðsfélag Suðurlands og atvinnurekanda. Hann hefur það mikilvæga hlutverk að standa vörð um réttindi félagsmanna, stuðla að góðum samskiptum á vinnustað og tryggja að kjarasamningar séu virtir.

Sem trúnaðarmaður

  • Styður þú samstarfsfólk þegar upp koma spurningar um laun, réttindi eða vinnuaðstæður.
  • Tryggir þú að kjarasamningar séu virtir á vinnustaðnum.
  • Bætir þú samskipti milli starfsfólks og stjórnenda.
  • Tekur þú virkan þátt í að skapa betri og sanngjarnari vinnustað.

Trúnaðarmaður hefur aðgang að fræðslu, stuðningi og leiðbeiningum frá Verkalýðsfélagi Suðurlands og getur alltaf leitað til félagsins ef upp koma spurningar eða erfið mál.

Trúnaðarmenn á vinnustöðum eiga, í samráði við verkstjóra eða yfirmann, rétt á að verja tíma í trúnaðarmannastörf þegar þörf krefur án þess að laun þeirra skerðist.

Ef starf trúnaðarmannsins gerir það erfitt að sinna starfinu á venjulegum vinnutíma skal gera sérstakt samkomulag við atvinnurekanda um þann lágmarkstíma sem hann hefur til umráða til trúnaðarmannastarfa.

Við slíkt samkomulag skal tekið tillit til fjölda starfsmanna sem trúnaðarmaður sinnir fyrir, umfangs verkefna, vaktaskipulags og annarra aðstæðna á vinnustaðnum.

Hverjir geta kosið trúnaðarmann?

Allir vinnustaðir þar sem fimm eða fleiri félagsmenn í Verkalýðsfélagi Suðurlands starfa geta kosið trúnaðarmann. Allt starfsfólk, sem er félagsfólk í Verkalýðsfélagi Suðurlands, getur boðið sig fram í kosningu til trúnaðarmanns.
Ef félagsfólk er meira en 50 má kjósa tvo trúnaðarmenn og ef það er meira en 120 á sömu starfsstöð má kjósa allt að þrjá.

Fulltrúar atvinnurekanda eru stjórnendur á vinnustað og starfa fyrir hönd atvinnurekandans.
Þeir eru í raun trúnaðarmenn atvinnurekandans og bera ábyrgð á daglegri stjórn og framkvæmd verkefna.

Því er mikilvægt að hafa í huga að á hverjum vinnustað eru tveir ólíkir hópar trúnaðarmanna – annars vegar trúnaðarmenn starfsfólks og hins vegar trúnaðarmenn atvinnurekanda.

Til að tryggja jafnvægi og traust í trúnaðarmannastarfi er ekki æskilegt að stjórnendur, sem starfa fyrir hönd atvinnurekanda, taki einnig að sér hlutverk trúnaðarmanns starfsfólks.
Best er að trúnaðarmaður starfsfólks komi úr röðum almennra starfsmanna, en ekki stjórnenda eða yfirmanna.

Af hverju að verða trúnaðarmaður?

Trúnaðarmaður gegnir mikilvægu hlutverki í velferð starfsfólks og eflingu vinnustaðarins.
Með því að taka þátt í starfi trúnaðarmanns getur þú:

  • Haft bein áhrif á aðbúnað og samskipti á vinnustaðnum.
  • Hjálpað samstarfsfólki að sækja rétt sinn.
  • Verið rödd félagsmanna í samskiptum við atvinnurekanda.

Stuðningur frá félaginu

Verkalýðsfélag Suðurlands veitir öllum trúnaðarmönnum fræðslu, stuðning og leiðbeiningar í starfi.
Félagið stendur reglulega fyrir námskeiðum og upplýsingafundum þar sem trúnaðarmenn geta eflt þekkingu sína og skipst á reynslu.

Trúnaðarmaður nýtur verndar

Trúnaðarmanni má ekki segja upp störfum vegna starfa hans sem trúnaðarmanns.
Ef fækka þarf starfsfólki á vinnustað gengur trúnaðarmaður fyrir um áframhaldandi starf.

Hefur þú áhuga á að verða trúnaðarmaður?

Hafðu samband við okkur til að fá nánari upplýsingar:
📧 vs@vlfs.is  📞 487-5000

Deildu:

Fylgdu okkur

Þú getur fundið okkur á Facebook og Instagram
Skrifstofa
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, Hella
  • Mán - Fim 9-16 Fös 9-15
Hafðu samband
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
Fylgdu okkur
© 2024 Verkalýðsfélag Suðurlands. Allur réttur áskilinn.