Verkalýðsfélag Suðurlands auglýsir orlofshús félagsins við Lyngbrekku, í Reykjaskógi og íbúð á Akureyri til leigu sumarið 2025 fyrir félagsmenn.
Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl.
Sótt er um á Mínum síðum félagsins, hægt er að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins, ekki skiptir máli hvenær á umsóknarferlinu sótt er um, allar umsóknir eru jafnar.
Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 8. apríl.
Greiðslufrestur er til 11. apríl eftir að úthlutað verður
14. apríl verða ógreiddar og óúthlutaðar vikur opnar á mínum síðum og gildir þá “fyrstur kemur fyrstur fær”.
Leigutímabilið er ein vika frá fimmtudegi til fimmtudags og úthlutunar tímabilið er 29. maí til 4. september 2025.
Verð á vikudvöl í Reykjaskógi og Furulundi Akureyri er 24.000 kr.
Verð á vikudvöl í Lyngbrekku er 32.000 kr.
Til að sækja um í sumarúthlutun þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á mínar síður okkar. https://vlfs.orlof.is
Eftir innskráningu er smellt upp í vinstra horni á Valmynd
Svo er smellt á Umsóknir -> Sumar 25
Þá næst er valið úr umsóknar eyðublaðinu hvaða tímabil og í hvaða eign sótt er um, hægt er að setja 1,2 og 3ja val. Hérna í dæminu að neðan er búið að velja að sækja um Lyngbrekku 19-26 júní sem fyrsta val, 10-17 júlí í lyngbrekku sem annað val og svo 24-31 júlí í Reykjaskógi sem þriðja val.