
Fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu í lok október nýjan stofnanasamning við Náttúruverndarstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum. Nýr samningur leysir af hólmi eldri samning milli SGS og Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Náttúruverndarstofnun tók til starfa 1. janúar 2025 og tók þá við verkefnum sem snúa að náttúruvernd, lífríkis- og veiðistjórnun frá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.
