• Mán - Fim 9-16 Fös 9-15
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, 850 Hella

SMÁFORRIT VERÐLAGSEFTIRLITS ASÍ FÆR NÝTT NAFN OG AUKNA VIRKNI

Ný útgáfa af smáforriti verðlagseftirlits ASÍ hefur verið gefin út undir nýju nafni, en það heitir nú Nappið.

Í þessari nýju útgáfu er hægt að leita eftir vörum án þess að skanna þær með strikamerki.

Einnig er hægt að skanna inn ný verð ef varan er ekki til í appinu eða verðið í versluninni hefur breyst.

Þessi nýja virkni er endurspegluð í nýju nafni forritsins, þar sem almenningur hefur nú færi á að nappa verðhækkanir samstundis og taka þannig þátt í aðhaldi með verðhækkunum og að breikka vöruúrvalið sem fylgst er með. Frekari virkni mun svo bætast við innan tíðar.

Nappið er aðgengilegt í Android og iOS. Notendur eldri útgáfu fá sjálfkrafa uppfærslu, en aðrir geta sótt Nappið í App Store eða Google Play Store.

Deildu:

Fylgdu okkur

Þú getur fundið okkur á Facebook og Instagram
Skrifstofa
  • Suðurlandsvegi 1-3, 3 hæð, Hella
  • Mán - Fim 9-16 Fös 9-16
Hafðu samband
  • 487-5000
  • vs@vlfs.is
Fylgdu okkur
© 2024 Verkalýðsfélag Suðurlands. Allur réttur áskilinn.